1001 Nótt Dansveisla er samfélag magadansmeyja á Íslandi, sem einu sinni á ári hittast og dansa saman. Undanfarin ár höfum við haldið danssýningu í Tjarnarbíói en í ár bjóðum við upp á tíma og magadanspartý, svokallað Hafla. Magadansdagurinn mikli verður laugardagurinn 29. maí. Á næsta ári stefnum við á stóra magadanshátíð með erlendum gestakennara/-kennurum og sýningum.

ATHUGIÐ - Þessi síða er mun betri í tölvu en snjalltækjum.

Samstarfsaðilar: 

original.jpg
Kramhus-logo.png

1001 NÓTT FESTIVAL 2021 fer fram laugardaginn 29. maí í Listdansskólanum og Kramhúsinu. 

Staðsetning           Tímasetning            Hvað                                                    Kennari                                                         Verð

Listdansskólinn      13:00                        Málstofa um magadanskennslu        Margrét Erla Maack og Kristína Berman   0 - en verður að skrá sig    Listdansskólinn      14:00                        Kafað í grunninn                                 Kristína Berman                                           2900 kr.                               Listdansskólinn      14:00                        Folklore                                                Rósalind Hansen                                         2900 kr.                              

Listdansskólinn      15:00                        Shimmie-tækni                                    Rosana Davudsdóttir                                  2900 kr.

Listdansskólinn      15:00                        Húlla                                                     Unnur María Máney Bergsveinsdóttir       2900 kr.                           

Listdansskólinn      16:00                        Hips Don't Lie                                      Nadia Semichat                                          2900 kr.                              Listdansskólinn      16:00                        Burlesque                                             Margrét Erla Maack                                    2900 kr.                              Kramhúsið              18:00                        Slæðulitun                                            Kristína Berman                                          4500 kr.

Kramhúsið              19:00                        Hafla - Magadanspartý                                                                                             2900 kr.                          

Afsláttur ef pantað er fyrir 10. maí:
Ef keypt er tvennt er 10% afsláttur

Ef keypt er þrennt er 20% afsláttur

Ef keypt er fernt er 30% afsláttur

Ef keypt er fimm er 40% afsláttur

Ef keypt eru sex er 50% afsláttur

 
 

Skráning

Hvað má bjóða þér?

Við sendum þér póst til að klára skráninguna innan sólarhrings. Skráning telst fullgild þegar millifærsla hefur átt sér stað. Síðasti séns til að fá endurgreitt eða hætta við skráningu er 25. maí. Ef upp koma náttúruhamfarir eða heimsfaraldurinn setur strik í reikninginn getur verið að hátíðinni verði frestað eða aflýst. Ef til þess síðara kemur verður allt endurgreitt.

Afsláttur ef pantað er fyrir 10. maí:
Tvö námskeið/hafla/poki: 10% afsláttur

Þrjú námskeið/hafla/poki: 20% afsláttur

Fjögur námskeið/hafla/poki: 30% afsláttur

Fimm námskeið/hafla/poki: 40% afsláttur

Sex námskeið/hafla/poki: 50% afsláttur

Á síðasta ári stóðum við fyrir söfnun fyrir 1001 nótt 2020. Margar eiga inneign síðan þá sem hægt er að nýta upp í námskeiðin í ár. Við getum svo endurgreitt mismuninn.

Skráningarfrestur er til miðnættis 26. maí
 

“Great dancers are not great because of their technique, they are great because of their passion.” 
Martha Graham

61408585_2371399946430327_54682906769468

13:00 Magadans-kennsla, málstofa

Spjall um kennslu. Hvernig finnst okkur best að miðla því sem við kunnum? Hver er munurinn á að kenna gæsapartýi og fyrsta tíma á byrjendanámskeiði? Hvað er hægt að kenna þeim sem kunna allt? Lifandi og skemmtilegt spjall fyrir kennara og þau sem vilja byrja að kenna magadans. Ókeypis, en þarf að skrá sig.

Listdansskólinn kl. 13:00

50 mín

33602788_2116420008594990_39416595925591

15:00 Shimmie

Svita- og tæknitími þar sem kennd er alls konar shimmie-tækni og shimmie-úthald. Shimmie-ið er undirstaðan í magadansi en einnig hápunktur. Rosana Davudsdóttir kennir okkur allskonar shimmie og að styrkja það shimmie sem við höfum. Skemmtilegur tími sem skilur mikið eftir sig.

Listdansskólinn kl. 15:00

50 mín

57325306_2132455793538613_27888680450727

16:00 Burlesque

Hleyptu þinni innri dívu út í vernduðu umhverfi. Burlesque er kynþokkafullur kabarettdans sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga síðastliðin ár. Kennari er Margrét Erla Maack sem er frumkvöðull burlesquesins á Íslandi. Í tímanum lærum við grunnspor og hvernig hægt er að nýta magadansgrunn í burlesque.

Listdansskólinn kl. 16:00

50 mín

60306784_2359114247658897_13154208964663

14:00 Kafað í grunninn

Tími sem styrkir grunntækni. Frábært fyrir algjöra byrjendur eða þær sem vilja rifja upp hvernig byrjendatímar eru byggðir upp. Kennari er Kristína Berman. Við getum lánað magadansbelti í þessum tíma.

Listdansskólinn kl. 14:00

50 mín

59768147_2359118297658492_59581472963769

15:00 Húlla

Unnur María Máney Bergsveinsdóttir hefur starfað með sirkusum víða um heim. Hún lærði sirkuslistir í Mexíkó með götusirkus og hefur húllað af kappi síðan 2013. Í dag kemur hún fram undir merkjum Húlladúllunnar og Ungfrú Hringanár - fer eftir aldri áhorfenda. Skemmtilegur tími þar sem við komumst að því í eitt skipti fyrir öll hvort magadansmeyjar séu betri en aðrir í að húlla. Unnur verður með húllahringi til láns.

Listdansskólinn kl. 15:00

50 mín

1492558_219900358192473_1721286087_o.jpg

18:00 Slæðulitun

Ertu með draumaslæðuna í huga en hefur aldrei fundið hana? Kristína Berman, magadansmær og textílhönnuður leiðir silkislæðulitun þar sem þú getu fengið slæðuna sem þig hefur alltaf dreymt um. Námskeiðið kostar aðeins 4500 krónur og þú færð að eiga slæðuna að námskeiði loknu! Vinsamlega komið í subbufötum - við tökum ekki ábyrgð á fatnaði sem skemmist. Námskeiðið er í Kramhúsinu (í portinu eða í sturtuklefanum) í upptakti höflunnar ->

Slæðurnar verða svo þurrar og klárar í lok kvölds.

Kramhúsið kl. 18:00

50 mín

230343_6594104219_2129_n.jpg

14:00 Folklore

Það er okkur sannur heiður að bjóða upp á folklore-tíma með folkloredrottningunni Rósalind Hansen. Hún hefur meðal annars lært hjá Aida Nour, Mahmoud Reda og Ahmed Fehkry. Farið verður í kóreógrafíu með staf. Við munum hafa stafi til láns ef þarf.

Listdansskólinn kl. 14:00

50 mín

123433687_3612986922092734_8736921899111

16:00 Hips Don't Lie

Tímar sem algjörlega hafa slegið í gegn í Kramhúsinu undanfarin misseri. Nadia Semichat blandar saman dansstílum þar sem mjaðmahreyfingar eru í fyrirrúmi eins og magadans, afró, afrobeat og dancehall. Tímarnir eru gerðir til þess að svitna en einnig verður farið í djúpar teygjur sem opna fyrir mjaðmirnar. 

Listdansskólinn kl. 16:00

50 mín

943548_146597095522800_1399093981_n.jpg

19:00 HAFLA!

Magadanstpartý þar sem við borðum saman arabískan mat, dönsum, hópar sýna sem vilja, magadanspubquiz, gleði og glens. Ef þið viljið selja eitthvað á basar látið okkur vita! Matur er innifalinn - en komið með eigin drykki. Partýið er í Kramhúsinu og stendur til kl. 22.

Matseðill:

Falafel (v) Kjúklingabaunabuff

Hummus (v) Silkimjúkur hummus með hvítlauk, sítrónu, ólífuolíu og sumac

Sterk paprikusósa (v) Ristuð paprika, chili og hvítlaukur (sterkt)

Jógúrtsósa með hvítlauk og tahini

Tabouleh (v) Bulgur-salat með steinselju, myntu, agúrku, tómötum, skalottulauk og hvítlauk.

Grænt salat og ferskt grænmeti(v)

Dolma (v) Fyllt vínviðarlauf 

Pitubrauð

Ferskir ávextir (v)
Allur matur hentar grænmetisætum - þeir réttir sem merktir eru (v) eru vegan.

 

ALGENGAR SPURNINGAR

 

Þarf ég að kunna magadans til að taka tímana?

Flestir tímarnir eru fyrir fólk með góðan grunn í magadansi eða annars konar dansi. Ef þú ert að dansa magadans í fyrsta sinn mælum við með að taka "Kafað í grunninn"-tímann til að byrja með áður en þú ferð í hina tímana.


Fyrir hverja eru tímarnir og partýið?

Hátíðin er búin til sem bókstaflegur samhristingur magadansmeyja á Íslandi. Ef þú hefur lært magadans einhvern tímann, ertu velkomin.

Er hægt að fá lánað magadansbelti?

Vegna Covid19 og sóttvarnarráðstafanna erum við ekki að lána magadansbelti fyrir tímana, nema fyrir byrjendatímann kl. 14:00.

Hvar eru fleiri myndir frá fyrri hátíðum?

Inni á facebooksíðunni okkar eru myndaalbúm frá fyrri hátíðum.

​Ég styrkti söfnunina í fyrra og vil fá endrgreitt, hvað geri ég?

Sendu okkur póst í gegnum formið hér fyrir neðan.

Af hverju er ekki sýning í Tjarnarbíói í ár?

Vegna slitróttra námskeiða hjá öllum hópum í vetur og almennra og ófyrirséðra samkomutakmarkanna viljum við ekki setja pressu á að smíða atriði, heldur frekar að halda partý og opið gólf. Þær sýna sem vilja.

Hvenær kemur Cassandra Fox?

​Ástæða þess að Cassandra Fox kemur ekki í ár er sú að hún er ófrísk og á von á sér í haust. Við getum ekki lofað því að hún sé komin í dans- og kennsluform á næsta ári en við vonum það besta. Vilji er bæði hjá 1001 nótt og Cassöndru að koma til Íslands þegar heimsfaraldur og barneignir leyfa.

Ef þú ert með spurningu sem ekki er svarað hér að ofan eða vilt spyrja okkur, sendu okkur skilaboð:

Takk fyrir

 
 

Ráðstafanir vegna Covid 19

Eftirfarandi ráðstafanir verða gerðar til sótt- og smitvarna. Þessi fyrirmæli geta breyst.

Þegar komið er í hús í Listdansskólanum er grímuskylda. Það er ekki grímuskylda í tímunum sjálfum en við hvetjum ykkur til að gæta að persónulegum smitvörnum og fjarlægð. Til að lágmarka alla snertifleti hvetjum við ykkur til að dansa ekki berfættar, heldur í sokkum, balletskóm, tátiljum eða innanhússkóm (ekki í pinnahælum eða skóm sem geta skemmt dansdúkinn í Listdansskólanum).

Snertifletir eru sótthreinsaðir milli tíma. 

Á hafla-kvöldinu hegðum við okkur eins og á veitingastað hvað varðar grímuskyldu. Þarf ekki grímu þegar setið er og borðað/drukkið, og ekki utandyra. Þau sem sýna atriði mega sleppa grímum á meðan. Nóg af spritti í boði og skylda er að nota einnota hanska á hlaðborðinu.

Ef samkomutakmarkanir verða til þess að ekki verður hægt að halda hátíðina 29. maí frestast hún fram á haust - til september eða október. Þar sem allir kennarar búa á Íslandi er nokkuð auðvelt að fresta hátíðinni.

ur,mask_flatlay_front,product,600x600.u1